Styrkja snjóflóðasöfnunina um 8 milljónir

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, afhendir Guðmundi Höskuldssyni, formanni Rotaryklúbbs …
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, afhendir Guðmundi Höskuldssyni, formanni Rotaryklúbbs Neskaupstaðar, framlag fyrirtækisins í söfnunarsjóðinn. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Hákon Ernuson

Á aðal­fundi Síld­ar­vinnsl­unn­ar í gær til­kynnti Þor­steinn Már Bald­vins­son, stjórn­ar­formaður Síld­ar­vinnsl­unn­ar, að fyr­ir­tækið legði átta millj­ón­ir króna í snjóflóðasöfn­un­ina í Nes­kaupstað, að því er seg­ir á vef út­gerðar­inn­ar.

Rot­ary­klúbb­ur Nes­kaupstaðar sem stend­ur fyr­ir söfn­un­inni og er mark­mið henn­ar að bæta öll­um þeim sem urðu fyr­ir tjóni af völd­um snjóflóðsins í Nes­kaupstað 27. mars síðastliðinn þann skaða sem flóðið olli og trygg­ing­ar bæta ekki.

Guðmund­ur Hösk­ulds­son, formaður Rot­ary­klúbbs­ins, sem veitti styrkn­um mót­töku. Söfn­un­in er sögð ganga vel.

mbl.is