5 guðdómleg skandinavísk sumarhús

Einstök fagurfræði einkennir þessi skandinavísku sumarhús.
Einstök fagurfræði einkennir þessi skandinavísku sumarhús. Samsett mynd

Það er fátt betra en að skella sér upp í bú­stað og láta streit­una líða úr sér. Það skemm­ir ekki fyr­ir ef bú­staður­inn er fal­leg­ur og al­gjört lyk­il­atriði að þar sé nota­legt og ró­legt and­rúms­loft. 

Ferðavef­ur mbl.is tók sam­an fimm guðdóm­leg skandi­nav­ísk sum­ar­hús sem gleðja augað.

Arki­tekta­bú­staður

Í Grebbestad í Svíþjóð er að finna guðdóm­legt sum­ar­hús hannað af Söru Lunneryd þar sem ein­fald­leik­inn ræður ríkj­um. Stór­ir glugg­ar hleypa mik­illi birtu inn og veita út­sýni yfir nátt­úr­una sem um­lyk­ur húsið. Fal­leg skandi­nav­ísk hönn­un er áber­andi í hús­mun­um sem fá að njóta sín. 

Þrjú svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi eru í hús­inu sem rúm­ar allt að sex gesti hverju sinni. Nótt­in kost­ar 155 banda­ríkja­dali eða sem nem­ur rúm­lega 21 þúsund krón­um á gengi dags­ins í dag.

Sam­sett mynd

Sum­ar­hús við strönd­ina

Í Odder í Dan­mörku er að finna sjarmer­andi sum­ar­hús við strönd­ina. Nátt­úru­leg­ur efniviður og litap­all­etta er áber­andi og flæðir í gegn­um húsið. Húsið er einnig sjarmer­andi að utan, en þar má finna fal­leg­an pall þar sem hægt er að njóta sín á góðum sum­ar­degi.

Alls eru þrjú svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi í hús­inu sem rúm­ar allt að átta gesti. Nótt­in kost­ar 324 banda­ríkja­dali, eða rúm­lega 44 þúsund krón­ur.

Sam­sett mynd

Nú­tíma­leg hönn­un

Í Gustavs­berg í Svíþjóð er að finna sjarmer­andi hönn­un­ar­bú­stað á tveim­ur hæðum. Nú­tíma­leg hönn­un ein­kenn­ir húsið sem veit­ir stór­kost­legt út­sýni út á haf. 

Alls eru fimm svefn­her­bergi og þrjú baðher­bergi í hús­inu sem rúm­ar allt að sex gesti hverju sinni. Nótt­in kost­ar 446 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur rúm­lega 61 þúsund krón­um.

Sam­sett mynd

Sum­ar­hús með sund­laug

Á Sjálandi, stærstu eyju Dan­merk­ur, er að finna nota­legt sum­ar­hús með sund­laug. Húsið hef­ur verið fal­lega inn­réttað þar sem ljós­ir tón­ar og nátt­úru­leg­ur efniviður er áber­andi í bland við ein­staka hús­muni í iðnaðarstíl. 

Húsið stát­ar af fimm svefn­her­bergj­um og tveim­ur baðher­bergj­um, en þar rúm­ast allt að níu gest­ir hverju sinni. Nótt­in kost­ar 802 banda­ríkja­dali, eða um 110 þúsund krón­ur.

Sam­sett mynd

Útsýn­is­bú­staður

Í Ler­um í Svíðþjóð er að finna fal­legt sum­ar­hús sem gleður sann­ar­lega augað. Stór­ir glugg­ar veita gest­um stór­kost­legt út­sýni yfir vatnið og skóga í kring, en auk þess hleypa þeir mik­illi birtu inn. Hrá­ir vegg­ir og gólf gefa eign­inni mik­inn karakt­er og tóna fal­lega við hús­muni og inn­rétt­ing­ar. 

Fjög­ur svefn­her­bergi og tvö baðher­bergi eru í hús­inu sem rúm­ar alls átta gesti. Nótt­in kost­ar 872 banda­ríkja­dali, eða rúm­lega 119 þúsund krón­ur.

Sam­sett mynd
mbl.is