Sölvi Tryggva fann ástina

Sölvi og Esther eru par.
Sölvi og Esther eru par. Samsett mynd

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason og Esther Kaliassa eru nýtt par. Vísir greindi fyrst frá.

Esther á afmæli í dag og deildi Sölvi því fallegri mynd af sinni heitt elskuðu í Instagram-story. Skrifaði hann við myndina að hann væri þakklátur fyrir Esther.

Fóru til Zanzibar

Parið hefur verið að hittast í nokkurn tíma en sjá má á Instagram Estherar að hún og Sölvi hafi ferðast saman til Zanzibar í Afríku fyrir rúmum mánuði síðan. Þá vörðu þau einnig tíma saman á Íslandi yfir áramótin.

Smart­land ósk­ar þeim til ham­ingju með ást­ina! 

mbl.is