„Hef verið í erfiðisvinnu en þetta er sturlun“

Karen Halldórsdóttir ákvað að gerast háseti um borð Gísla ÍS …
Karen Halldórsdóttir ákvað að gerast háseti um borð Gísla ÍS á grásleppuvertíðinni og segir starfið ótrúlega krefjandi en á sama tíma mjög skemmtilegt. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er orðin svo brún að það halda all­ir að ég hafi verið að koma frá Tene, en ég er bara brún á höfðinu. Þegar ég fer í sund sést að skrokk­ur­inn er al­veg skjanna­hvít­ur,“ seg­ir Kar­en Hall­dórs­dótt­ir og skell­ir upp úr.

Hún hef­ur verið há­seti á Gísla ÍS-22 á grá­sleppu­vertíðinni en er kannski bet­ur þekkt sem fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi og gegndi því embætti fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í 12 ár sem og varaþing­mennsku um ára­bil. Þeim kafla lauk á síðasta ári er hún gaf kost á sér und­ir merkj­um Miðflokks­ins og óháðra en náði ekki kjöri.

„Eft­ir að ég hætti í stjórn­mál­um ákvað ég að gera bara allt sem mér dytti í hug. Ég skráði mig í nám síðasta haust í Há­skóla Íslands og er að klára leiðsögu­mann­inn. Ég vinn sem skrif­stofu­stjóri en ekki í fullu starfi og hef því tæki­færi til að prófa allt sem mér finnst spenn­andi,“ út­skýr­ir Kar­en.

Það þarf að hafa hraðar hendur á grásleppuveiðum.
Það þarf að hafa hraðar hend­ur á grá­sleppu­veiðum. Ljós­mynd/​Aðsend

„Mig hef­ur alltaf langað að prófa að fara á sjó, bara vita hvort ég yf­ir­höfuð gæti það. Guðmundi [Gísla Geir­dal] vantaði ein­hvern með sér og ég sló bara til. Það er hægt að vera einn að þessu en miklu betra að vera tveir. Hann var ekki al­veg viss hvort ég myndi geta þetta, en hann seg­ir að ég hafi komið hon­um á óvart og mér skilst ég standi mig ekk­ert síður en aðrir sem hafa farið með hon­um.“

Kar­en og Guðmund­ur róa frá Reykja­vík og lögðu út fyrstu net­in á upp­hafs­degi grá­sleppu­vertíðar­inn­ar, 20. mars. Lítið veidd­ist til að byrja með, að sögn Kar­en­ar.

„Áhuga­vert var að fylgj­ast með hvað verðin voru há sem við feng­um fyr­ir afl­ann, en eft­ir því sem hef­ur liðið á hafa verðin hríðfallið á meðan afl­in hef­ur auk­ist. Mér fannst markaður­inn mjög sér­stak­ur og við vor­um jafn­vel að ræða um að reyna að selja þetta sjálf.“

Sjó­mennsk­an skemmti­leg en krefj­andi

Grá­sleppu­bát­arn­ir fá 35 veiðidaga á vertíð árs­ins og er síðasti sókn­ar­dag­ur áhafn­ar­inn­ar á Gísla ÍS nú á sunnu­dag og seg­ir Kar­en að þetta verði þá orðið 20 róðrar.

„Það er farið eldsnemma morg­uns en erum mis­lengi eft­ir gangi veiða, en þetta er al­veg hörku­vinna. Ég hef verið í erfiðis­vinnu á yngri árum en þetta er al­gjör sturlun. Maður sit­ur ekk­ert og hef­ur það huggu­legt, maður er al­veg á millj­ón. Eft­ir fyrstu vik­una gat ég ekki lyft upp hand­leggj­un­um ég var svo þreytt.“

Kar­en seg­ir sjó­mennsk­una hafa verið gríðarlega skemmti­lega en um leið erfiða og mjög krefj­andi.

„Það þarf rosa­legt þolgeð og út­hald. Ég held að fólk geri sér ekki al­veg grein fyr­ir hversu mikið krefst af sjó­mönn­um. Líka hversu mik­il kunn­átta sem þarf að vera til staðar, það get­ur eitt­hvað farið í skrúf­una eða eitt­hvað sem bil­ar og þá þarf að geta gengið í öll verk. Þetta er eitt­hvað sem Guðmund­ur þekk­ir vel. Hann er bú­inn að vera í þessu frá því hann var barn og eng­in vanda­mál sem hann ræður ekki við.“

Karen ásamt Guðmundur Gísla Geirdal að störfum um borð.
Kar­en ásamt Guðmund­ur Gísla Geir­dal að störf­um um borð. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ef mér stend­ur til boða að fara aft­ur á sjó myndi ég alltaf svara já. Mér finnst þetta al­veg dá­sam­legt að skilja allt eft­ir á hafn­ar­bakk­an­um, fara út á sjó og vinna eins og ber­serk­ur. Það er al­veg ynd­is­leg til­finn­ing að koma í land eft­ir að vera búin að gera svona mikið, ég hefði aldrei trúað þessu. Það þarf mikla krafta í að koma afl­an­um inn og hröð hand­tök, en fyrst ég lifi þessa sjó­mennsku af hugsa ég að ég geti al­veg gert fleira ef mér gefst tæki­færi til þess. En ég er kannski orðin of göm­ul í þetta, er að verða fimm­tug á næsta ári,“ svar­ar Kar­en og hlær.

Það er því aug­ljóst að blaðamaður er knú­inn til að spyrja hvort hún stefni ekki á strand­veiðar í sum­ar?

„Ja, ég er nú búin að biðja um að fá að koma með. Ég er ekki með bát sjálf, en ég held að ef ég kjósi að gera eitt­hvað meira með þetta þá myndi ég vilja taka punga­prófið. Þá er maður orðin eft­ir­sótt­ari. Það eru ekki marg­ir á þess­um smá­bát­um en maður get­ur verið liðtæk­ur án þess að fara að gera út eig­in bát.“

Karen kveðst hafa heillast af sjómennskunni.
Kar­en kveðst hafa heill­ast af sjó­mennsk­unni. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is