„Íslendingar standa með strandveiðiflotanum“

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir ljóst að Íslendingar …
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir ljóst að Íslendingar standi með strandveiðum. Ljósmynd/Aðsend

„Þá er það komið á hreint, Íslend­ing­ar standa með strand­veiðiflot­an­um,“ seg­ir Kjart­an Páll Sveins­son, formaður Strand­veiðifé­lags Íslands, í yf­ir­lýs­ingu. Vís­ar hann til þess að 72,3% svar­enda í könn­un um viðhorf Íslend­inga til sjáv­ar­út­vegs­mála sögðust telja að hlut­fall strand­veiða af heild­arkvóta ætti að vera hærra en í dag, þar af sögðu 31,1% að þetta hlut­fall ætti að vera mun hærra.

Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar, sem var unn­in af Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands fyr­ir mat­vælaráðuneytið, voru birt­ar í síðustu viku og sagðist þriðjung­ur svar­enda telja að strand­veiðar skapi frek­ar eða mjög mik­il verðmæti fyr­ir sitt nærsam­fé­lag. Hvergi var það hlut­fall hærra en á Vest­fjörðum þar sem 24,6% sögðu veiðarn­ar skapa mjög mik­il verðmæti fyr­ir nærsam­fé­lagið og 38,6% frek­ar mik­il.

„Þetta eru af­ger­andi niður­stöður sem erfitt verður fyr­ir stjórn­völd að hunsa. Jafn áhuga­vert er að skoða þær ástæður sem gefn­ar eru fyr­ir styrk­ingu strand­veiðikerf­is­ins. Já­kvæð byggðaþróun, sann­gjarn aðgang­ur að auðlind­inni, at­vinnu­mögu­leik­ar ein­stak­linga og betri um­gengni um auðlind­ina voru þau atriði sem flest­ir töldu að ættu að vera mark­mið strand­veiða,“ seg­ir Kjart­an Páll í yf­ir­lýs­ing­unni.

Í ein­stakri stöðu

Hann seg­ir hins veg­ar ljóst eins og mál­um sé háttað nú sé ekki hægt að lifa á strand­veiðum eða byggja upp ný sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki frá grunni. „Hlut­deild strand­veiða af heild­arafla inn­an kvóta­kerf­is­ins er á bil­inu 1,5-2%. Það er því ekki mikið sem vant­ar upp á til þess að dæmið gangi upp hjá trillukörl­um og -kon­um og vel hægt að finna þær litlu afla­heim­ild­ir sem til þarf án þess að ganga óhóf­lega á heim­ild­ir annarra og skaða önn­ur fyr­ir­tæki inn­an geir­ans.“

Þá séu Íslend­ing­ar „í ein­stakri stöðu á heimsvísu. Kraf­an úti í hinum stóra heimi um vist­væn­ar og fé­lags­lega ábyrg­ar vör­ur verður æ há­vær­ari, og þar eru trill­urn­ar fremst­ar meðal jafn­ingja. Við get­um valið að vera leiðandi afl í vist­væn­um og fé­lags­lega ábyrg­um veiðum, því grunn­ur­inn er þegar fyr­ir hendi. Það eina sem þarf til er að tryggja það að trillu­karl­ar og kon­ur geti haft lifi­brauð af smá­báta­sjó­mennsku. Nú er lag að bæta við strand­veiðipott­inn“.

Svarendur vildu meiri veiðiheimildir til strandveiðibáta.
Svar­end­ur vildu meiri veiðiheim­ild­ir til strand­veiðibáta. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Fúsk og brask

Hann seg­ir jafn­framt Svandísi Svavars­dótt­ur, mat­vælaráðherra, neita að horf­ast í augu við það sem blasi við þjóðinni.

„Þjóðin sér of­ríki og græðgi ör­fárra ein­stak­linga sem hafa fengið frítt spil til að soga til sín arðinn af auðlind­inni okk­ar en skilja hvert sjáv­ar­plássið af fæt­ur öðru eft­ir í rúst. Hún sér hvernig kvótakóng­arn­ir hafa notað arðinn til þess að þenja um­svif sín langt út fyr­ir fisk­veiðar þar sem þeir eiga nú og stjórna stór­um hluta fjöl­miðlamarkaðar­ins, fast­eigna­markaðar­ins og trygg­ing­ar­fyr­ir­tækja. Hún sér hvernig ítök og af­skipti sæ­greif­anna í stjórn­mál­um hafa leitt til auk­inn­ar spill­ing­ar og stjórn­sýslu­legs fúsks.“

„Það eru til­tölu­lega fá – en þó óhóf­lega stór og valda­mik­il – fyr­ir­tæki sem sverta ímynd sjáv­ar­út­vegs­ins í heild. Fjöl­marg­ir kvóta­eig­end­ur um allt land standa ekki í því svindli og braski sem hinir stóru kvótakóng­ar stunda grimmt, held­ur vilja ein­fald­lega byggja upp arðbær fyr­ir­tæki og efla at­vinnu­lífið í sinni heima­byggð. Því miður verða þessi fyr­ir­tæki einnig fyr­ir barðinu á því svarta orðspori sjáv­ar­út­vegs­ins sem sæ­greif­arn­ir hafa valdið út­gerðum.“

mbl.is