Skoða önnur úrræði til að vista ungmenni

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölg­un of­beld­is­glæpa meðal ung­menna og úrræðal­eysi þegar kem­ur að vist­un ung­menna und­ir sjálfræðis­aldri var á meðal þess sem rætt var á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is að rík­is­stjórn­in geri sér grein fyr­ir vand­an­um og vinni að því að bregðast við hon­um. 

Fjög­ur ung­menni voru sett í gæslu­v­arðhald vegna árás­ar á mann fyr­ir utan Fjarðar­kaup í síðustu viku. Maður­inn lést í kjöl­far árás­ar­inn­ar. Eitt ung­menn­anna var vistað á deild á Hólms­heiði sem vana­lega hýs­ir fjóra vegna þess að ekki var unnt að tryggja ein­angr­un á Stuðlum. 

„Við erum að skoða þessi fang­els­is­mál á fullu og erum að fara í upp­bygg­ing­ar­fasa núna á Litla-Hrauni,“ seg­ir Jón og bæt­ir við að í fjár­mála­áætl­un séu heim­ild­ir til þess að fjölga opn­um fang­els­um. 

„Í tengsl­um við þetta er auðvitað skoðað úrræði fyr­ir þetta unga fólk.“

Væri til skoðunar að opna sér­staka deild á Litla-Hrauni fyr­ir ung­menni?

„Nei, ég sé nú ekki fyr­ir mér að þetta fari endi­lega inn á Litla-Hraun. Það get­ur komið úrræði þá frek­ar í tengsl­um við opnu fang­els­in eða eitt­hvað slíkt, þar sem væri hægt að sinna þess­um verk­efn­um,“ seg­ir hann og bæt­ir við að vinna að úr­lausn­um séu gerðar í sam­vinnu við barna­mála­yf­ir­völd.

Jón bend­ir á að um sam­starf margra aðila sé að ræða, svo sem barna­vernd­ar og annarra ráðuneyta.

Ný vopna­lög­gjöf í vinnslu

Nokkr­ir ráðherr­ar ræddu auk­inn vopna­b­urð á sam­ráðsfundi sín­um í morg­un. Jón nefn­ir að ný vopna­lög­gjöf sé að koma fram og að vopna­b­urður ung­menna verði skoðaður í tengsl­um við hana. 

„Við erum líka að skoða aukið sam­starf á milli lög­gæsl­unn­ar og skóla­yf­ir­valda. Núna vor­um við að ýta af stað átaki inn­an lög­regl­unn­ar sem að snýr að þess­ari sam­fé­lagslög­gæslu sem við köll­um svo. Það eru ein­mitt lög­reglu­menn­irn­ir sem fara í skól­ana og vinna með skól­un­um.

Síðan þarf þetta að ná inn á heim­il­in. Þannig að þessi mál eru í heil­mik­illi skoðun og gerj­un og við vor­um að fara yfir þetta hér síðast í morg­un á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og á vett­vangi þeirra ráðherra sem þetta heyr­ir und­ir. Þar er mikið og gott sam­starf í gangi og við ger­um okk­ur grein fyr­ir vand­an­um og ætl­um að reyna bregðast við því,“ seg­ir Jón að lok­um. 

mbl.is