Óskarsverðlaunaleikkonan Renée Zellweger er yfir sig ástfangin af kærasta sínum, Ant Anstead. Parið fagnaði nýlega tveggja ára sambandsafmæli.
Hinn 44 ára gamli Anstead deildi myndum af parinu á Instagram í tilefni dagsins er sýnir þau hönd í hönd í gönguferð og að kyssast. Sjónvarpsmaðurinn skrifaði við færsluna: „Tvö ár af töfrum.“