Kynntu nýjustu lausn í kælingu í Barselóna

OptimICE krapavél frá Kapp um borð í skipi. Á þessu …
OptimICE krapavél frá Kapp um borð í skipi. Á þessu ári verður í fyrsta sinn boðið upp á koltvísýring sem kælimiðil í vélarnar. Ljósmynd/Kapp

Á alþjóðlegu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni Sea­food Expo Global í Bar­sel­óna á Spáni frum­sýndi Kapp nýj­ustu lausn sína á sviði kælimiðla. Býður fyr­ir­tækið nú kolt­ví­sýr­ing sem kælimiðil í all­ar krap­vél­ar í stað freons. Með þessu ger­ist Kapp fyrsta fyr­ir­tækið á heimsvísu sem býður um­hverf­i­s­væn­ar krap­vél­ar sem stand­ast all­ar þær kröf­ur og álag sem lagt er á vél­búnað til sjós.

Um er að ræða afrakst­ur langs þró­unu­ar­ferl­is hjá fyr­ir­tæk­inu og full­yrða tals­menn Kapps að þetta sé bylt­ing á þessu sviði.

„Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki geta minnkað kol­efn­is­spor með því að skipta yfir í CO2, um­hverf­i­s­væna kælimiðil­inn, og minnka þannig GWP (Global Warm­ing Potential) eða hlýn­un­arstuðul gríðarlega. Nýi CO2 um­hverf­i­s­væni kælimiðil­inn minnk­ar GWP* úr 1397 niður í 1 GWP. Hlýn­un­arstuðull er mæli­kv­arði á getu gróður­húsaloft­teg­und­ar til að valda lofts­lags­hlýn­un sam­an­borið við mátt kolt­ví­sýr­ings. Freon R-449A er 3.255 ár að dreifast í nátt­úr­unni en CO2 er 1 ár að losna," seg­ir Heim­ir Hall­dórs­son, viðskipta­stjóri Kapps, í til­kynn­ingu.

„Til að ná að fram­leiða vél­ar með CO2 fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn þá þarf mikla þekk­ingu á hon­um ásamt vel menntuðum tækni­mönn­um. Þetta og meira til er allt til staðar hjá Kappi og afrakst­ur­inn af því er að fyrsta vél sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um verður af­hent seinna á þessu ári,“ seg­ir Heim­ir.

mbl.is