Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls verða 10.000 tonn af þorski í strand­veiðipott­in­um á þessu veiðitíma­bili en Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hef­ur und­ir­ritað nýja reglu­gerð um strand­veiðar. 

Strand­veiðar eru stundaðar frá maí til ág­úst. Hlut­fall strand­veiða af leyfi­leg­um heild­arafla þorsks nem­ur nú tæp­um fimm pró­sent­um sem er svipað og veiðitíma­bilið 2022 en þá var í fyrsta sinn svo stór­um hluta leyfi­legs heild­arafla út­hlutað til strand­veiða. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins. 

Alþingi hef­ur nú til meðferðar frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða vegna svæðaskipt­ingu strand­veiða en frum­varpið var samþykkt til fram­lagn­ing­ar af rík­is­stjórn í fe­brú­ar. 

Í til­kynn­ing­unni árétt­ar mat­vælaráðuneytið að verði frum­varpið að lög­um kann að verða nauðsyn­legt að gera breyt­ing­ar á reglu­gerðinni fyr­ir árið 2023 til sam­ræm­is við laga­setn­ingu Alþing­is.

mbl.is