Sumarið er komið hjá leikkonunni Helen Mirren. Hún tók sér verðskuldað frí frá blómlegum ferli sínum í Hollywood og sást njóta lífsins á ströndinni í Los Cabos, Mexíkó.
Mirren, sem er 77 ára, virtist einsömul á ferð og sást sofandi á strandbekk, afslöppuð og róleg. Hún var náttúruleg og geislandi í svörtum sundbol og með sítt hár sitt tekið saman í hliðarfléttu á myndum sem birtust á vef Page Six.
Leikkonan er með mörg verkefni í vinnslu og heyrist hún næst í hlutverki sögumannsins í stórmyndinni um vinsælu dúkkuna Barbie sem verður frumsýnd í sumar.