Er tími Lachey-hjónanna á þrotum?

Áhorfendur krefjast þess að kynnar Love is Blind, hjónin Nick …
Áhorfendur krefjast þess að kynnar Love is Blind, hjónin Nick og Vanessa Lachey, segi skilið við þættina. Samsett mynd

Love is Blind-kynnarnir og hjónin, Nick og Vanessa Lachey, hafa hlotið mikla gagnrýni undanfarna daga eftir hegðun sína í lokaþætti fjórðu þáttaraðar sem fór í loftið 17. apríl síðastliðinn.

Orðrómur hefur farið á flug um að þátttakendur úr fyrstu þáttaröð Love is Blind, þau Lauren Speed og Cameron Hamilton, eigi að taka við keflinu. 

„Það hefur alltaf verið orðrómur um að þeim verði skipt út, sérstaklega núna eftir lokaþáttinn sem var algjör hörmung á svo mörgum stigum,“ sagði heimildarmaður í samtali við Daily Mail.

Yfir 41 þúsund undirskriftum safnað

Þegar hefur farið af stað undirskriftasöfnun sem ber titilinn „Fjarlægjum Nick og Vanessu Lachey sem kynna í Love is Blind.“ Þegar hafa safnast yfir 41 þúsund undirskriftir.

Speed og Hamilton hafa verið í miklu uppáhaldi hjá áhorfendum, en þau gengu í hjónaband hinn 14. nóvember 2018 og hefur ást þeirra blómstrað síðan þá. 

„Áhorfendur finna fyrir tenginu við Lauren og Cameron vegna þess að þau eru svo sönn. Þau eru jarðbundið og vinalegt fólk sem getur í raun hjálpað keppendum vegna þess að þau hafa gengið í gegnum það sama,“ var bætt við.

mbl.is