Nýti leiðtogafundinn til að styrkja borgaraleg réttindi

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Hörpu í maí.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Hörpu í maí. mbl.is/Arnþór

Í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins, sem haldinn verður í Reykjavík í maí, kallar Íslandsdeild Amnesty International eftir sterkari vernd borgaralegra réttinda. 

Í tilkynningu segir að síðastliðin ár hafi borgaraleg réttindi, þar á meðal tjáningar- og fundafrelsi, átt undir högg að sækja í Evrópu. 

Amnesty International hefur gefið Evrópuráðinu tilmæli um að ráðið taki upp nýja heildræna nálgun til að styrkja borgaralegt samfélag og mannréttindafrömuði. Að allir hlutar Evrópuráðsins ættu að leggja sig fram um að tryggja að dómsúrskurðum sé framfylgt, að farið sé eftir tilmælum Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Feneyjaráðsins, þings Evrópuráðsins og, þegar þörf krefur, beita aðalframkvæmdastjóra og ráðherranefndinni í því skyni,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að Evrópuráðið verði að nýta það mikilvæga tækifæri sem leiðtogafundurinn feli í sér og gera ákall til aðildarríkja að efla vernd félaga-, funda- og tjáningarfrelsis. 

mbl.is