Langur tími í fangelsi skemmir fólk

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu, fé­lags fanga á Íslandi, seg­ir mik­il­vægt að stjórn­völd hugi að því hvernig meðhöndla skuli ungt fólk sem sæta þarf gæslu­v­arðhaldi eða dæmt er til fang­elsis­vist­ar. Tryggja þurfi að ung­ir fang­ar, sem og aðrir, fái þá hjálp sem þeir þurfa inn­an veggja fang­els­is­ins svo þeir komi ekki aft­ur til baka í fang­els­in eft­ir að þeir afplána dóma sína.

Fjög­ur ung­menni sættu í þar síðustu viku gæslu­v­arðhaldi og ein­angr­un í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á mannsláti í Hafnar­f­irði. Þrjú ung­menn­anna voru vistuð á veg­um barna­vernd­ar­yf­ir­valda en einn sæt­ir enn gæslu­v­arðhaldi á Hólms­heiði. Tveir sæta gæslu­v­arðhaldi á Stuðlum.

Í síðustu viku var Magnús Aron Magnús­son dæmd­ur í 16 ára fang­elsi fyr­ir mann­dráp af ásetn­ingi í svo­kölluðu Barðavogs­máli. Var hann tví­tug­ur þegar hann framdi brotið og verður 22 á ár­inu. Verj­andi Magnús­ar, Bjarni Hauks­son, sagði um helg­ina í sam­tali við mbl.is að sér fynd­ist vanta að litið væri til ald­urs Magnús­ar.

Guðmund­ur bend­ir á að sam­kvæmt 80. grein laga um fulln­ustu refs­inga geti Magnús Aron hlotið reynslu­lausn þegar hann hef­ur afplánað þriðjung af refs­ing­unni og ef hann stand­ist áhættumat fang­els­is­mála­stofn­un­ar geti hann verið kom­inn á áfanga­heim­ili eft­ir aðeins þrjú ár.

Guðmund­ur seg­ist skilja að fólki finn­ist það snemmt í ljósi þess að hann er sak­felld­ur fyr­ir morð.

„Ég er samt þeirr­ar skoðunar að reynslu­lausn fyr­ir unga af­brota­menn sé rosa­lega flott og gott úrræði. Það er vegna þess að lang­ur tími í fang­elsi skemm­ir fólk og verður til þess að það verður erfiðara að tak­ast á við lífið. Það er því mik­il­vægt að ung­ir af­brota­menn stoppi sem styst í fang­elsi,“ seg­ir Guðmund­ur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: