Strandveiðimenn gera sjóklárt

Reynir Guðjónsson sjómaður í Ólafsvík.
Reynir Guðjónsson sjómaður í Ólafsvík. Morgunblaðið/Alfons Finnsson

„Veður­spá­in fyr­ir þriðju­dag­inn lof­ar góðu og á strand­veiðum gild­ir að byrja dag­inn snemma. Fara á sjó­inn strax þegar er orðið bjart,“ seg­ir Reyn­ir Guðjóns­son sjó­maður í Ólafs­vík. Hann tók helg­ina í að gera bát sinn, Stellu SH, sjóklár­an fyr­ir strand­veiðarn­ar sem hefjast á morg­un, 2. maí. Setja þurfti upp rúll­ur með færi, sökk­um og öngl­um og sitt­hvað fleira. Bát­ur­inn bíður til­bú­inn við bryggju í Ólafs­vík og þaðan er ör­stutt á feng­sæla fiskislóð.

„Þegar róið er héðan úr Ólafs­vík gild­ir í raun einu hvert er farið; alls staðar er nóg af fín­um fiski og mest af þorski. Þetta er allt afli sem fer svo beint á Fisk­markað Snæ­fells­bæj­ar sem er hér við bryggj­una,“ seg­ir Reyn­ir sem alla jafna er sjó­maður á línu­bát. Nú taka strand­veiðarn­ar við sem sum­arstarf, en um­svif­in í þeirri sjó­mennsku hafa löng­um verið mest við vest­an­vert landið. Má þar nefna út­gerðarstaði eins og Arn­arstapa, Ólafs­vík, Pat­reks­fjörð og Suður­eyri. Einnig hef­ur Norður­fjörður á Strönd­um komið þarna sterk­ur inn, en þá róa menn á Húna­flóa.

Á sl. ári gaf Fiski­stofa út strand­veiðal­eyfi til alls 334 báta sem í tæp­lega 9.000 róðrum komu að landi með 6.950 tonn. Alls 92% af þeim afla var þorsk­ur. Ætla má að svipað verði nú.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: