517 með strandveiðileyfi

Sóley ÞH varð fyrsti strandveiðibáturinn sem landar á vertíðinni á …
Sóley ÞH varð fyrsti strandveiðibáturinn sem landar á vertíðinni á Húsavík. Báturinn kom til hafnar að morgni þriðjudags. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fiski­stofu bár­ust alls 535 um­sókn­ir um veiðileyfi á strand­veiðitíma­bil­inu. Alls höfðu verið gef­in út 517 leyfi þegar veiðar hóf­ust síðastliðinn þriðju­dag. Um­sókn­ir um strand­veiðileyfi fyr­ir vertíðina 2023 voru að þessu sinni í af­greidd í gegn­um sta­f­rænt um­sókna­kerfi Ísland.is og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert.

„Með breyttri og ein­fald­ari fram­kvæmd legg­ur Fiski­stofa mikla áherslu á að gögn varðandi eign­ar­hald skips og út­gerðar séu full­nægj­andi og hef­ur út­gáfa ein­hverra leyfa taf­ist vegna gagna­öfl­un­ar. Heilt yfir hef­ur þó af­greiðsla um­sókna gengið mjög vel og án telj­andi vand­kvæða.“

Fjallað er nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: