Fiskistofu bárust alls 535 umsóknir um veiðileyfi á strandveiðitímabilinu. Alls höfðu verið gefin út 517 leyfi þegar veiðar hófust síðastliðinn þriðjudag. Umsóknir um strandveiðileyfi fyrir vertíðina 2023 voru að þessu sinni í afgreidd í gegnum stafrænt umsóknakerfi Ísland.is og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert.
„Með breyttri og einfaldari framkvæmd leggur Fiskistofa mikla áherslu á að gögn varðandi eignarhald skips og útgerðar séu fullnægjandi og hefur útgáfa einhverra leyfa tafist vegna gagnaöflunar. Heilt yfir hefur þó afgreiðsla umsókna gengið mjög vel og án teljandi vandkvæða.“