Losun koltvísýrings frá hagkerfinu eykst um 20%

Losun koltvísýrings kemur fyrst og fremst til vegna notkunar jarðefnaeldsneytis …
Losun koltvísýrings kemur fyrst og fremst til vegna notkunar jarðefnaeldsneytis og kola. mbl.is/Ingólfur

Miðað við bráðabirgðatöl­ur var los­un kolt­ví­sýr­ings (CO2) vegna rekst­urs inn­an hag­kerf­is Íslands 5.244 kílót­onn á ár­inu 2022, sem er aukn­ing um 21,2% miðað við árið á und­an þegar los­un­in var 4.328 kílót­onn.

Þetta kem­ur fram á vef Hag­stof­unn­ar. 

Þar kem­ur fram að árið 2021 var málmiðnaður stærsta upp­spretta kolt­ví­sýr­ings, 1.757 kílót­onn. Þá losuðu flutn­ing­ar með flugi, flutn­ing­ar á sjó, fisk­veiðar og heim­il­in hvert í kring­um 450 kílót­onn. Los­un frá málmiðnaði hef­ur hald­ist í kring­um 1.700 kílót­onn frá 2012.

Los­un frá flugi virðist hins veg­ar hafa auk­ist úr 466 í 1.332 kílót­onn á milli 2021 og 2022.

Há­mark árið 2018

Los­un kolt­ví­sýr­ings náði há­marki árið 2018 (7.663 kílót­onn) en það ár var áber­andi mik­il los­un frá flugrekstri (3.568 kílót­onn).

„Gjaldþrot í grein­inni ásamt sam­göngu­tak­mörk­un­um vegna kór­ónu­veirufr­ar­ald­urs­ins eru hins veg­ar ástæða þess að los­un 2021 var sú minnsta frá ár­inu 1995, 466 kílót­onn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá var los­un kolt­ví­sýr­ings í vega­sam­göng­um 851 kílót­onn árið 2021, eða um 20% af heild­ar­los­un hag­kerf­is­ins.

Bráðabirgðartöl­ur fyr­ir 2022 sýna að los­un­in er kom­in upp í 883 kílót­onn sem er sam­bæri­leg við los­un árið 2018.

Árið 2021 var los­un frá bíl­um í rekstri heim­ila 471 kílót­onn og los­un fyr­ir­tækja í flutn­ing­a­rekstri 96 kílót­onn en und­ir þá at­vinnu­grein falla stræt­is­vagn­ar, rút­ur og bíl­ar í rekstri aðila í flutn­ing­a­rekstri.

Los­un frá öðrum at­vinnu­rekstri var 284 kílót­onn. Í þess­ari tölu er ekki tal­in los­un vegna akst­urs ferðamanna hér­lend­is sem var 59 kílót­onn árið 2021 en mæld­ist mest 107 kílót­onn árið 2018.

Frá­brugðnar töl­um Um­hverf­is­stofn­un­ar

Töl­urn­ar eiga ein­göngu um los­un kolt­ví­sýr­ings en þar til viðbót­ar hef­ur los­un met­ans, nituroxíðs og flúorgasa um­tals­verð hlýn­un­ar­áhrif þótt los­un sé minni í tonn­um talið.

Þá kem­ur fram að losun frá hag­kerfi Íslands er frá­brugðin töl­um sem birt­ar eru í lofts­lags­bók­haldi Íslands sem Um­hverf­is­stofn­un gef­ur út og send­ir til lofts­lags­ráðs Sam­einuðu Þjóðanna. 

Upp­fært: Í upp­haf­leg­um töl­um Hag­stof­unn­ar kom fram að aukn­ing­in hefði verið 19,7%. Rétt er hins veg­ar að aukn­ing­in var 21,2%. Hef­ur Hag­stof­an upp­fært sín­ar töl­ur sam­kvæmt því og var frétt­in löguð í sam­ræmi við það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina