Taylor Swift komin með nýjan elskhuga

Tónlistarkonan Taylor Swift er sögð hafa fundið ástina á ný …
Tónlistarkonan Taylor Swift er sögð hafa fundið ástina á ný eftir sambandsslit sín við leikarann Joe Alwyn. AFP

Tón­list­ar­kon­an Tayl­or Swift og 1975-söngv­ar­inn Matty Hea­ly eru sögð vera að stinga sam­an nefj­um. 

Heim­ildamaður The Sun seg­ir parið nú þegar vera „brjálæðis­lega ást­fangið“ þrátt fyr­ir að hafa verið sam­an í minna en tvo mánuði. Þá eru Swift og Hea­ly sögð hafa verið sam­an fyr­ir tæp­um 10 árum síðan, en sam­bandið hafi þó ekki enst lengi.

Greint var frá því í síðasta mánuði að Swift og fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar til sex ára, leik­ar­inn Joe Alwyn, væru hætt sam­an. Heim­ildamaður Sun held­ur því þó fram að parið hafi í raun hætt sam­an í fe­brú­ar og því teng­ist róm­an­tík Swift og Hea­ly sam­bands­slit­un­um ekki.

Þá kem­ur fram á vef Page Six að parið sé til­búið að op­in­bera róm­an­tík sína og ætli að gera það næstu helgi á Era's Tour-sýn­ingu Swift í Nashville í Banda­ríkj­un­um. 

mbl.is