Drónar bannaðir vegna leiðtogafundar

Dróni á flugi.
Dróni á flugi. AFP

Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna/fjarstýrðra loftfara um miðjan mánuðinn vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins.

Flug dróna verður með öllu óheimilt í miðborg Reykjavíkur, í kringum flugvelli og meðfram Reykjanesbraut frá 15. maí klukkan 8 til 18. maí klukkan 12.

Bannið er hluti af ráðstöfunum vegna öryggisgæslu í tengslum við leiðtogafundinn.

mbl.is