Hvalveiðar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð

Ekki er öruggt að hvalveiðar geti uppfyllt markmið laga um …
Ekki er öruggt að hvalveiðar geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mat­væla­stofn­un (MAST) tel­ur af­líf­un á hluta stór­hvela við Íslands­strend­ur á vertíðinni í fyrra hafi tekið of lang­an tíma og þannig ekki sam­ræmst meg­in­mark­miðum laga um vel­ferð dýra.

Stofn­un­in tel­ur hins veg­ar að við veiðarn­ar hafi verið beitt bestu þekktu aðferðum miðað við þær aðstæður sem þess­ar veiðar eru stundaðar við og því hafi ákvæði um veiðar í lög­um um vel­ferð dýra ekki verið brot­in, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Stofn­un­in hef­ur tekið sam­an skýrslu vegna eft­ir­lits við veiðar á langreyðum við Ísland á síðasta ári, en alls veidd­ust 148 hval­ir á veiðitíma­bil­inu.

Hval­irn­ir voru all­ir skoðaðir af eft­ir­lits­dýra­lækni MAST í landi. Þá var viðhaft eft­ir­lit með veiðum á 58 hvöl­um um borð í hval­veiðibát­un­um af hálfu starfs­manna Fiski­stofu í umboði MAST.

„Af þeim 148 hvöl­um sem voru veidd­ir, voru 36 hval­ir (24%) skotn­ir oft­ar en einu sinni. Þar af voru fimm hval­ir skotn­ir þris­var og fjór­ir hval­ir skotn­ir fjór­um sinn­um. Ein­um hval með skut­ul í bak­inu var veitt eft­ir­för í 5 klst. án ár­ang­urs,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá tel­ur MAST ástæðu til að meta hvort veiðar á stór­hvel­um geti yfir höfuð upp­fyllt mark­mið laga um vel­ferð dýra. „Ef slíkt er talið mögu­legt, þurfa stjórn­völd að setja reglu­gerð um fram­kvæmd veiðanna og lág­marks­kröf­ur við þær.“

24% skotn­ir oft­ar en einu sinni

Í skýrsl­unni kem­ur fram að í eft­ir­liti með veiðum 58 hvala hafi komið í ljós að „35 (59%) hval­ir dráp­ust sam­stund­is sam­kvæmt skil­grein­ingu Alþjóðahval­veiðiráðsins (IWC) um hvenær hval­ur telst dauður við hval­veiðar. Til viðbót­ar er talið lík­legt að fimm hval­ir sem sýndu krampa hafi misst meðvit­und sam­stund­is eða mjög hratt, og því talið að 67% hval­anna hafi drep­ist eða misst meðvit­und fljótt eða sam­stund­is“.

Þá voru 14 hval­ir (24%) skotn­ir oft­ar en einu sinni, en tvo hvali þurfti að skjóta fjór­um sinn­um, tæpa klukku­stund tók að af­lífa ann­an hval­inn og hinn tvær klukku­stund­ir.

Mat­væla­stofn­un tel­ur jafn­framt þörf á áfram­hald­andi eft­ir­liti á kom­andi vertíð. „Vert er að taka fram að skv. gild­andi veiðileyfi og lög­um um vel­ferð dýra er ábyrgð á að af­líf­un dýr­anna sé með ásætt­an­leg­um hætti ávallt á hönd­um fram­kvæmd­araðila,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is