Mexíkó er mikil hönnunarperla, en þar leynast fjölmörg hótel sem arkitektúr- og hönnunarunnendur ættu að vera sérstaklega hrifnir af.
Ferðavefur mbl.is tók saman þrjú mögnuð hótel sem skara fram úr þegar kemur að hönnun og arkitektúr. Þau eiga það sameiginlegt að vera hlýleg, notaleg og minimalísk, en hvert þeirra hefur þó sinn einstaka sjarma.
Hótelið er staðsett í La Paz í Mexíkó og býr yfir einstakri fagurfræði. Hönnunin gefur hótelinu sterkan karakter, en með því að nota djarfa liti í bland við mismunandi áferðir verður til róandi yfirbragð sem einkennir hótelið.
Það var fatahönnuðurinn Roberta Maceda sem hannaði þetta sjarmerandi hótel sem staðsett er í Mexíkóborg. Minimalískt yfirbragð er á hótelinu sem endurspeglar fatalínu Macedam, en alls eru sjö herbergi á hótelinu.
Hótelið stendur á 5,5 hektara lóð í Todos Santos og er mikil hönnunarparadís. Hönnun hótelsins er innblásin af brútalisma sem er einn angi af módernískum arkitektúr þar sem hrá áferð og stór form njóta sín, en það voru arkitektarnir Ruben Valdez og Yashar Yektajo sem sáu um hönnunina.