Ef þú ert á leið til Parísarborgar þá er ferðinni alls ekki lokið fyrr en búið er að bragða á frönsku sætmeti og þar eru franskar makkarónur fremstar í flokki. Góð makkaróna er ekki bara fyrir augað, áferðin er örlítið brakandi og makkarónan bráðnar í munni.
Allar makkarónur eru handgerðar frá upphafi til enda af frönskum bökurum eða svokölluðum „pastry“ meistara og hvert bakarí eitt og sér gerir makkarónurnar að eigin smekk. Ljúft er að fá ekta gott kaffi að hætti Frakka með makkarónunni eða flauelsmjúkt kampavín, kampavín og makkarónur er undursamleg blanda.
Hér eru nokkrir frábærir viðkomustaðir í París til að gæða sér á ekta frönskum makkarónum.
Ladurée
Ótrúlega fallegar og litríkar sælkeraverslanir þar sem græni liturinn er í forgrunni og makkarónurnar eru í öllum regnbogans litum.
Ljósmynd/Samsett
Pierre Hermé Paris
Stílhreinar sælkeraverslanir hjá Pierre Hermé sem einnig þekktur fyrir að vera með besta súkkulaði í heimi. Fallegar gjafaöskjur eru í boði fyrir makkarónurnar og gaman að kaupa öskju og taka heim sem gjöf.
Ljósmynd/Samsett
Gérard Mulot
Mulot eru skemmtileg kaffihús sem bjóða upp á dýrindis makkarónur og ánægjulega upplifun þar sem mannlífið iðar af lífi.
Ljósmynd/Samsett
Fauchon
Litagleði og nútímalegur stíll einkennir þessa dásamlegu sælkeraverslun þar sem makkarónurnar spila aðalhlutverkið.
Ljósmynd/Samsett
Lenotre
Undursamlegar makkarónur er hér að finna þar sem brögðin eru ævintýraleg og öskjurnar tala sínu máli.
Ljósmynd/Samsett
Angelina Paris
Kaffihúsið fræga og sívinsæla Angelina er með ómótstæðilega ljúffengar makkarónur og er frægt fyrir heita súkkulaði sem enginn stenst.
Ljósmynd/Aðsend