Á stefnumóti með ruðningskappa

Alix Earle og Braxton Berrios sáust á stefnumóti í Miami, …
Alix Earle og Braxton Berrios sáust á stefnumóti í Miami, Flórída á dögunum. Samsett mynd

TikT­ok-stjarn­an Alix Earle sást á stefnu­móti með NFL-stjörn­unni Braxt­on Berri­os á dög­un­um. Þau voru stödd á veit­ingastaðnum Sa­dell­e's í Miami í Flórída, en staður­inn er í miklu upp­á­haldi hjá fræga fólk­inu.

Ekki er vitað hvort sam­band þeirra sé róm­an­tískt eða ein­ung­is á vina­leg­um nót­um, en engu að síður hef­ur orðróm­ur um að þau séu að hitt­ast verið á sveimi und­an­farn­ar vik­ur. 

Annað hvort ósátt­ir eða him­in­lif­andi

Aðdá­andi Earle og Berri­os náði mynd­skeiði af þeim á stefnu­mót­inu sem hef­ur farið á flug á TikT­ok. Not­end­ur virt­ust skipt­ast í tvær fylk­ing­ar og voru annaðhvort veru­lega ósátt­ir við stefnu­mótið eða him­in­lif­andi. 

Nokkr­ir sökuðu Earle um að stela Berri­os af fyrr­ver­andi kær­ustu hans. Í mars síðastliðnum staðfesti Berri­os að hafa slitið sam­bandi sínu við raun­veru­leika­stjörn­una Sophiu Culpo, en hún er yngri syst­ir Oli­viu Culpi sem var krýnd ung­frú al­heim­ur árið 2012. Þau höfðu verið sam­an frá því árið 2021. 

Öðrum þótti fá­rán­legt að þau gætu ekki farið á stefnu­mót í friði og gagn­rýndu not­and­ann sem deildi mynd­skeiðinu á TikT­ok.

mbl.is