Á ári hverju veitir tímaritið Travel + Leisure viðurkenningar í ferðaþjónustunni, en nýverið gaf tímaritið út lista yfir 500 bestu hótel heims. Á listanum í ár má sjá íslenskt hótel sem margir kannast við, Hótel Rangá.
Travel + Leisure er eitt virtasta ferðatímarit heims, en vefur þess fær um 16 milljónir heimsókna í hverjum mánuði.
Viðurkenningin sem Hótel Rangá hlaut er veitt lúxus hótelum víðs vegar um heiminn þar sem þægindi og góð þjónusta eru í fyrirrúmi, en það eru lesendur tímaritsins sem kjósa um þá staði sem þeir hafa nýverið heimsótt.
„Það er sannarlega mikill heiður að hljóta þessi verðlaun,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár.
„Gestrisni hefur ávallt verið í fyrsta sæti hjá okkur. Ég er þakklátur því góða fólki sem vinnur á Hótel Rangá, þau eru lykilpartur í að gestirnir okkar upplifi ánægjulega dvöl. Það er hvetjandi að hefja sumarið á svona góðri viðurkenningu,“ bætir hann við.