Láta reyna á skuldabréfaútboð á morgun

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði á borgarstjórnarfundi í dag að farið verði í skuldabréfaútboð borgarinnar á morgun, eins og áform voru um. 

Í Morgunblaðinu í gær kom fram að um þriðju tilraun væri að ræða. 

Dagur sagði það ekki vera rétt að reynt hafi verið að fara í útboð síðast, um miðjan apríl, heldur var fallið frá því að fara í útboð vegna markaðsaðstæðna. 

„Núna liggur ársreikningurinn fyrir og fjárstýringin hefur ákveðið að láta reyna á útboð á morgun og við fáum niðurstöðuna inn í borgarráð á fimmtudaginn.“

Dagur sagði það ekki endilega vera gáfulegt að velta fyrir sér hvort markaðsaðstæður hafi breyst, „þetta er bara hin rétta aðferð til þess að kanna það.“

mbl.is