Skipverjar hvalveiðiskips kæra MAST og Fiskistofu

Hvalur níu með afla í togi. Tveir í áhöfn itt …
Hvalur níu með afla í togi. Tveir í áhöfn itt af hvalveiðiskipum Hvals hf. hafa ákveðið að kæra Matvælastofnun og Fiskistofu. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Tveir í áhöfn skipa Hvals hf. telja að brotið hafi verið gegn friðhelgi einka­lífs þeirra þegar þeir voru myndaðir við störf sín og hafa hafa þeir því stefnt Mat­væla­stofn­un (MAST) og Fiski­stofu. Krefjast þeir miska­bóta vegna máls­ins.

Í um­fjöll­un Rík­is­út­varps­ins kem­ur fram að mynd­bands­upp­taka hafi verið gerð um borð vegna eft­ir­lits Fiski­stofu með hval­veiðum síðasta árs og þekkj­ast skip­verj­arn­ir tveir á mynd­band­inu. Halda þeir því fram að með upp­tök­unni hafi Fiski­stofa brotið gegn per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf sem og friðhelgi einka­lífs.

Á síðasta ári setti Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra reglu­gerð sem herti eft­ir­lit með hval­veiðum til að tryggja mark­mið laga um vel­ferð dýra og fólst í reglu­gerðinni skylda til að taka upp á mynd­bönd meðferð þeirra.

Fram kom í til­kynn­ingu frá MAST í gær að við eft­ir­lit með hval­veiðum síðasta árs hafi komið í ljós að fleiri hval­ir voru marg­skotn­ir og tel­ur stofn­un­in ástæðu til að kanna hvort veiðarn­ar geti yfir höfuð sam­ræmst mark­miðum laga um vel­ferð dýra.

Í kjöl­farið sagði Svandís að tíma­bært væri að fara að ræða hvort banna ætti hval­veiðar á Íslandi.

mbl.is