Boða nýjar aðferðir við hvalveiðar

Hvalur hf. segist hafa unnið að því að þróa nýjar …
Hvalur hf. segist hafa unnið að því að þróa nýjar veiðiaðferðir til að gera aflífun hvala skilvirkari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hval­ur hf. hef­ur í vet­ur þróað og rann­sakað tvær nýj­ar veiðiaðferðir vegna veiða á hvöl­um. Önnur bygg­ist á notk­un gervi­greind­ar til að aðstoða skytt­ur við að meta fjar­lægð hvals. Hin grund­vall­ast á notk­un raf­magns til að af­lífa hval­inn ef hann drepst ekki við fyrsta skot, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu.

Mat­væla­stofn­un hef­ur sagt veiðar síðasta árs ekki sam­ræm­ast mark­miðum laga um dýra­vel­ferð, en Hval­ur hf. gerði marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við niður­stöður eft­ir­lits­skýrslu stofn­un­ar­inn­ar. Í at­huga­semd­um sín­um vek­ur fyr­ir­tækið at­hygli á að verið sé að þróa nýj­ar veiðiaðferðir sem hafi það að mark­miði að gera hval­veiðarn­ar skil­virk­ari.

Mat­væla­stofn­un fagn­ar framþróun við veiðar sem gætu stuðlað að betri dýra­vel­ferð en bend­ir á að vanda­mál geti verið við notk­un raf­magns við þess­ar aðstæður.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: