Afsökun ekki á vegum Samherja

Heimasíðan er sett upp í Bretlandi og er gefið í …
Heimasíðan er sett upp í Bretlandi og er gefið í skyn að útgerðarfélagið Samherji sé ábyrgðaraðilinn, svo er ekki. Skjáskot

Sam­herji kveðst ekki vera á bak við heimasíðu og frétta­til­kynn­ingu þar sem út­gerðarfé­lagið er sagt biðjast af­sök­un­ar og lof­ar að greiða skaðabæt­ur í tegsl­um við Namib­íu­málið.

„At­hygli Sam­herja hef­ur verið vak­in á því að svo virðist sem óprúttn­ir aðilar hafi sent falsaða frétta­til­kynn­ingu í nafni Sam­herja til er­lendra fjöl­miðla. Þá virðast sömu aðilar hafa sett upp falska heimasíðu í nafni fyr­ir­tæk­is­ins sem hýst er í Bretlandi og sam­hliða dreift fölsuðum aug­lýs­inga­borðum,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Sam­herja.

Seg­ir fyr­ir­tækið hvorki heimasíðuna né frétta­til­kynn­ingu „hafa nein tengsl við Sam­herja eða starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Svo virðist sem um sé að ræða skipu­lagða árás sem fyr­ir­tækið tek­ur mjög al­var­lega. Sam­herji mun óska eft­ir því að hin falska vefsíða verði tek­in niður.“

Síðan sem um ræðir hef­ur verið stofnuð með bresku léni og seg­ir meðal ann­ars: „Við hjá Sam­herja vilj­um biðjast form­lega af­sök­un­ar á aðkomu okk­ar í tengsl­um við Fis­hrot hneykslið. Við viður­kenn­um al­var­leika ásak­anna á hend­ur okk­ur, sem fela í sér spill­ingu, mút­ur og ný­lendu­stefnu. Þess­ar aðgerðir hafa grafið und­an stjórn­ar­hátt­um Namib­íu og svipt landið mik­il­væg­um tekj­um fyr­ir heil­brigðis­kerfi og mennt­un.“

mbl.is