Lituð af andstöðu

Kristján Loftsson gagnrýnir nýja eftirlits­skýrslu Matvælastofnunar vegna hvalveiðanna á síðasta …
Kristján Loftsson gagnrýnir nýja eftirlits­skýrslu Matvælastofnunar vegna hvalveiðanna á síðasta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., gagn­rýn­ir Mat­væla­stofn­un (MAST) fyr­ir að draga upp eins dökka mynd og hægt er af hval­veiðum fyr­ir­tæk­is­ins. Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann að með fram­setn­ingu stofn­un­ar­inn­ar sé verið að sverta sjó­menn sem starfa við hval­veiðar.

Hann seg­ir eng­an leika sér að því að draga dauða dýr­anna á lang­inn og að starfs­menn bát­anna reyni í lengstu lög að bana dýr­un­um eins hratt og auðið er.

Hann gagn­rýn­ir nýja eft­ir­lits­skýrslu MAST fyr­ir að vera aug­ljós­lega litaða af and­stöðu við hval­veiðar og þekk­ing­ar­leysi eft­ir­litsaðila Fiski­stofu, en at­hug­an­ir henn­ar lágu til grund­vall­ar skýrsl­unni.

Sam­kvæmt skýrsl­unni, sem fjall­ar um veiðar á síðasta ári, tel­ur stofn­un­in að af­líf­un á hluta stór­hvela hafi tekið of lang­an tíma og ekki sam­ræmst meg­in­mark­miðum laga um vel­ferð dýra.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir skýrsl­una dap­ur­lega og að af henni hljót­ist nei­kvæð at­hygli er­lend­is. Hún seg­ir ábyrgðina á vel­ferð dýr­anna liggja hjá þeim sem stunda hval­veiðar.

MAST krafði Hval hf. um rúm­lega 6 millj­ón­ir króna fyr­ir eft­ir­lit með starfs­hátt­um um borð í hval­bát­um. Kristján seg­ir laga­for­sendu fyr­ir reikn­ingn­um úr lausu lofti gripna þar sem slík lög eigi ekki við um villt dýr og fiska.

Hval­ur hf. höfðaði mál gegn MAST vegna kröf­unn­ar og óskaði stofn­un­in ít­rekað eft­ir því að fresta fyr­ir­töku máls­ins. Að lok­um lýsti hún því yfir að reikn­ing­ur­inn yrði end­ur­greidd­ur.

Nán­ar er rætt við Kristján í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: