Mikil og dýrmæt reynsla

Alls eru 46 aðildarríki í Evrópuráðinu í dag en höfuðstöðvar …
Alls eru 46 aðildarríki í Evrópuráðinu í dag en höfuðstöðvar þess eru í Strassborg í Frakklandi.

Pétur Guðfinnsson, stjórnmálafræðingur og fv. útvarpsstjóri, var fyrstur Íslendinga til að vinna launað starf hjá Evrópuráðinu. Pétur, sem verður 94 ára á árinu, segist að sjálfsögðu ætla að fylgjast með fréttum af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn verður í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Þótt Pétur sé hættur að fara á stór mannamót, og haldi sig að mestu heima við, fylgist hann vel með fréttum og líst vel á að Íslendingar haldi leiðtogafundinn hér á landi. Þá treystir hann á að miðlar landsins flytji fréttir af þessum merka viðburði svo hann geti fylgst grannt með stöðu mála.

„Ekki spurning, mér líst vel á að halda leiðtogafundinn hér á landi. Ég kem auðvitað til með að fylgjast vel með honum í gegnum Morgunblaðið og fleiri góða miðla,“ segir Pétur hress í bragði.

Fluttist til Strassborgar

Þegar Pétur vann sem sumarstarfsmaður hjá sendiráði Íslands í París kom til tals milli fastafulltrúa Íslands í Evrópuráðinu að þau væru tilbúin að ráða Íslending til starfa. Þá atvikaðist það þannig að íslenska sendinefndin á Evrópuráðsþinginu mælti með Pétri í það starf og úr varð að hann var ráðinn. Á þeim tíma bjó Pétur í Kaupmannahöfn en hafði áður búið í París og Grenoble í Frakklandi þar sem hann var við háskólanám í stjórnmálafræði.

Pétur Guðfinnsson flutti heim frá Strassborg 15. janúar 1965 og …
Pétur Guðfinnsson flutti heim frá Strassborg 15. janúar 1965 og starfaði því hjá Evrópuráðinu í tæpan áratug. Hann segir starfið hafa verið einstaklega lærdómsríkt og þá standi helst upp úr hvað hann hafi kynnst mörgum sem unnu í stjórnkerfi Íslands. Ljósmynd úr einkasafni

Pétur hóf störf hjá Evrópuráðinu í byrjun júlí 1955 en þá flutti hann ásamt konu sinni, Stellu Sigurleifsdóttur, og elsta barni til Strassborgar þar sem fjölskyldan var búsett næstu árin. Þau hjónin eignuðust síðar þrjú börn í Strassborg. Pétur starfaði í svokallaðri stjórnunardeild, sem í dag myndi að hans sögn eflaust flokkast til mannauðsdeildar, en þar annaðist hann mál sem vörðuðu hin ýmsu fríðindi og réttindi starfsmanna og var í miklum tengslum við frönsk stjórnvöld. Síðar vann hann í efnahags- og félagsmáladeild Evrópuráðsins.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 11. maí. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: