Þrír klassískir réttir sem þú verður að smakka í Belgíu

Það eru þrír réttir sem þú verður að smakka ef …
Það eru þrír réttir sem þú verður að smakka ef þú heimsækir Belgíu og láta engann ósnortinn. Ljósmynd/Samsett

Belgía er að mörgu leyti vanmetin sem land til að heimsækja og jafnframt sem land hvað matarupplifun áhrærir. Margir tengja Belgíu einungis við súkkulaði og bjór. Belgar taka sína matarmenningu alvarlega og belgísk matarmenning er undir áhrifum frá nágrannaríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi. Brussel er áhugaverður staður til að heimsækja og gera vel við sig í mat og drykk. Það eru þrír réttir sem þú verður að smakka ef þú heimsækir Belgíu og munu gleðja matarhjartað þitt.

Þessir þrír réttir eru þekktastir í Belgíu

Moules frites er hefðbundinn belgískur réttur, gerður úr kræklingi og borin fram með frönskum kartöflum og er einn af þjóðarréttum Belga. Kræklingurinn er soðinn í klassísku grænmetissoði eða í hefðbundnum belgískum bjór og þú getur borðað hann eins og heimamenn gera með því að nota tóma skel sem töng.

Belgískar kartöflur

Þegar kemur að frönskum kartöflum, Frieten eða Frites, þá er enginn betri staður en Belgía til að borða þær. Franskar eru Belgísk uppfinning og leyndarmálið við þessa fullkomnu stökku kartöflur er að tvísteikja þær. Belgar borða þær með majónesi en alltaf er hægt að fá fjölbreytt úrval af sósum.

Belgískar vöfflur

Þegar það er kominn tími á eftirrétt eða blóðsykurinn er að falla þá eru Belgískar vöfflur eitt af af því sem þú verður að prófa í Belgíu. Þú getur fundið tvær tegundir af vöfflum í Belgíu: Brussel-vöfflurnar sem eru rétthyrndar og stökkar, oft toppaðar með súkkulaði, þeyttum rjóma og ýmsum ávöxtum, og Liege-vöfflurnar sem eru kringlóttar og sætari og þær þurfa yfirleitt ekkert aukaálegg. Vöfflurnar eru seldir um alla Belgíu.

mbl.is