Bandaríkin hafa lýst yfir vilja sínum að taka þátt í á að koma á fót alþjóðlegri tjónaskrá Evrópuráðsins þar sem þau sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum innrásar Rússa í Úkraínu fá það skráð með það að augnamiði að það verði síðar bætt.
Þetta kemur fram í tilkynningu bandarískra stjórnvalda þar sem greint er frá því að Linda Thomas Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, muni vera áheyrnarfulltrúi á leiðtogafundi Evrópuráðsins fyrir hönd sinnar þjóðar.
Fundurinn er haldinn í Hörpu og hefst á morgun.
„Eins og Biden forseti hefur lýst yfir, eru Bandaríkin staðföst í að draga Rússa til ábyrgðar vegna innrásarstríðsins í Úkraínu,“ er haft eftir sendiherranum í tilkynningu.