Dreifing á nýjum sorpílátum í Hafnarfirði

Dreifingaráætlun gerir ráð fyrir að það taki um það bil …
Dreifingaráætlun gerir ráð fyrir að það taki um það bil eina viku að dreifa nýjum ílátum í hverju hverfi Mynd/Hafnarfjarðarbær

Dreif­ing á nýj­um sorpí­lát­um í Hafnar­f­irði hefst 22. maí og lýk­ur 14. júlí. Dreif­ing­in teng­ist inn­leiðingu á nýju sorp­flokk­un­ar­kerfi á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta kem­ur fram á heimasíðu Hafna­fjarðarbæj­ar.

Starfs­fólk Hafn­ar­fjarðarbæj­ar kem­ur til með að dreifa sorpílát­un­um heim til íbúa í Hafnar­f­irði. Dreif­ingaráætl­un ger­ir ráð fyr­ir að það taki um það bil eina viku að dreifa nýj­um ílát­um í hverju hverfi, en til stend­ur að hefja dreif­ing­una í Hval­eyr­ar­holti mánu­dag­inn 22. maí og ljúka henni á Völl­un­um 14. júlí.

Þeir íbú­ar sem eru með síma­núm­er sitt skráð hjá 1819.is fá send SMS smá­skila­boð um af­hend­ing­una.

Um er að ræða eitt nýtt tví­skipt ílát við sér­býli og nýtt ílát fyr­ir mat­ar­leif­ar við fjöl­býli. Þá munu öll hafn­firsk heim­ili fá plast­körfu og bréf­poka und­ir söfn­un mat­ar­leifa inn­an heim­ila. Íbúar í ósamþykkt­um íbúðum geta nálg­ast plast­körf­ur og bréf­poka í á opn­un­ar­tíma þjón­ustumiðstöðvar Hafna­fjarðarbæj­ar.  

Dreif­ingaráætl­un í Hafnar­f­irði 

Hér má sjá hverfaskiptinguna myndrænt
Hér má sjá hverfa­skipt­ing­una mynd­rænt Kort/​Hafn­ar­fjarðarbær
  • Vika 21 (22/​5-26/​5) Hval­eyr­ar­holt, hverfi 1 
  • Vika 22 (30/​5-2/​6) Miðbær+Vest­ur­bær, hverfi 8 
  • Vika 23 (5/​6-9/​6) Ásland+Norður­bakki, hverfi 3 og 6
  • Vika 24 (12/​6-16/​6) Suður­bær, hverfi 7 
  • Vika 25 (19/​6-23/​6) Norður­bær, hverfi 5 
  • Vika 26 (26/​6-30/​6) Set­berg+Suður­bær (Kinn­ar+Öldur), hverfi 4
  • Vika 27 (3/​7-7/​7) Hraun, hverfi 6 
  • Vika 28 (10/​7-14/​7) Vell­ir, hverfi 2           

All­ar al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um nýtt fyr­ir­komu­lag má finna á www.flokk­um.is

Sér­tæk­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir Hafn­ar­fjörð (fjöldi tunna, fyr­ir­komu­lag og dreif­ing) má finna á htt­ps://​hfj.is/​ny­flokk­un

mbl.is