Love Island-sigurvegarar í eina sæng

Millie Court hefur endurvakið rómantíkina með fyrrverandi kærasta sínum, Liam …
Millie Court hefur endurvakið rómantíkina með fyrrverandi kærasta sínum, Liam Reardon. Skjáskot/Instagram

Love Is­land-stjörn­urn­ar Millie Court og Liam Re­ar­don eru byrjuð sam­an á ný, en þau slitu sam­bandi sínu í júlí síðastliðnum.

Court og Re­ar­don voru sig­ur­veg­ar­ar raun­veru­leikaþátt­anna vin­sælu, Love Is­land, árið 2021. Þau hafa und­an­farna viku notið þess að ferðast sam­an á Spáni, en þau staðfestu róm­an­tísk­an orðróm sem hef­ur verið á sveimi þegar mynd­ir náðust af þeim deila sjóðheit­um kossi á flug­vell­in­um í Barcelona.

Hafa end­ur­vakið ást­ina

Parið sást sam­an í apríl síðastliðnum þegar þau fóru í helg­ar­ferð, en nú virðist vera að hitna í kol­un­um. Heim­ild­armaður Daily Mail seg­ir eng­an vafa vera á því að þau séu byrjuð sam­an aft­ur. 

„Þau vildu halda sam­bandi sínu fjarri sviðsljós­inu eins lengi og mögu­legt var vegna þess að það höfðu komið upp vanda­mál í sam­bandi þeirra áður vegna þrýst­ings frá aðdá­end­um,“ sagði hann. „En nú hafa þau kynnst aft­ur fjarri mynda­vél­un­um og sviðsljós­inu og hafa end­ur­vakið ást­ina sem þau fundu fyrst í Love Is­land-vill­unni.“

mbl.is