„Vá, hvað þetta er fallegur McDonald's staður.“ Þetta er örugglega setning sem fæstir láta hafa eftir sér þegar hin vinsæla McDonald’s veitingahúskeðja er heimsótt. Alla jafna ertu líklega að koma við og fá þér hinn sígilda og klassíska hamborgara og franskar en ekki endilega með hugann við heillandi arkitektúr. En viti menn, það er hægt að sameina þetta tvennt. Eins og fram kemur á arkitektúrs- og lífsstílssíðunni AD er hægt á nokkrum stöðum í heiminum að upplifa fallegan arkitektúr, ýmist módernisma eða gamlar sögulegar byggingar sem einkenna borgarmyndina á sama tíma og þú gæðir þér á McDonald‘s borgara og frönskum kartöflum.
Hér fyrir neðan má sjá nokkra af fallegustu McDonald's stöðunum í heiminum.
Porto - Portúgal
Oft lýst sem fallegasta McDonald's stað í heimi. Hann er staðsettur í gömlu Cafe Imperial byggingunni, frægu kaffihúsi sem inniheldur glæsilega steinda glerglugga, kristalsljósakrónur og ótrúlega fallegan bogadreginn inngang.
Búdapest - Ungverjaland
Þessi McDonald's er staðsettur á járnbrautarstöð í Búdapest og er tilvalinn áningarstaður fyrir hamborgara og skemmtilega matarupplifun. Bogalaga loftið og falleg mótun á því ásamt risastórum bogadregnum gluggum veita sérstakan fagurfræðilegan áhuga matargesta.
Batumi - Georgía
Fyrir aðdáendur módernísks arkitektúrs þá er þessi McDonald's staður með glerkúpu nauðsynlegur heim að sækja í Georgíu.
Lissabon - Portúgal
Heillandi bleikri framhlið með fallega skreyttum svölum af minnstu gerð og einföldum veitingastað, hefur McDonald's tekist hér að breyta í ferðamannastað. Staðurinn hefur mikið aðdráttarafl, jafnvel eins og innblásið listaverk.
Rotterdam - Hollandi
Staðurinn veitir næstum ótakmarkað útsýni bæði inn og út af veitingastaðnum og innan staðarins er fallegur bogadreginn stigi.
Debrecen - Ungverjaland
Falleg bygging sem dregur að sér athygli og setur mark sitt á vörumerkið.
Downey- Kalifornía í Bandaríkjunum
Elsti McDonald's í heimi með upprunalegum gullboga vörumerkisins.
Roswell - Nýja Mexíkó
Roswell er oft sögð vera „höfuðborg geimvera“ og McDonald´s keðjan er þar hvergi undanskilin og byggingin minnir á geimfar.