Álft liggur á eggjum í Hafnarfirði

Guðmundur Fylkisson kom upp öryggismyndavél við álftahreiðrið en að hans …
Guðmundur Fylkisson kom upp öryggismyndavél við álftahreiðrið en að hans sögn er þetta í fyrsta sinn sem álft liggur á eggjum í hólminum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í Hamar­kots­læk í Hafnar­f­irði er lít­ill hólmi og þar hef­ur fal­legt álftap­ar komið sér upp óðali. Þar má fylgj­ast með karl­in­um bæta í hreiður­stæðið og kerlunni snúa eggj­un­um.

Guðmund­ur Fylk­is­son kom upp ör­ygg­is­mynda­vél við álfta­hreiðrið en að hans sögn er þetta í fyrsta sinn sem álft ligg­ur á eggj­um í hólm­in­um.

„Ég hef verið að spyrja í kring­um mig og þetta er held ég í fyrsta sinn sem álft ligg­ur á eggj­um þarna. Álft­in hef­ur hingað til ekki orpið inn­an­bæjar hjá okk­ur.“

Guðmund­ur held­ur úti Face­book-síðunni Proj­ect Henrý og hef­ur gert svo í 10-12 ár en hún snýst al­farið um fugla­líf. Þar birt­ir hann tvisvar á dag mynd­ir og mynd­bönd af álft­inni. Þá seg­ir Guðmund­ur það næst á dag­skrá að koma upp ann­arri mynda­vél og streyma beint frá hólm­in­um svo áhuga­sam­ir geti fylgst með.

„Já, það verður streymt beint. Það á eft­ir að út­færa hvar streymið verður en það þarf að setja upp aðra mynda­vél með aðeins öðru sjón­ar­horni því það þarf að gæta að per­sónu­vernd­ar­hlut­an­um og sjá til þess að ein­ung­is sjá­ist í hreiðrið.”

Al­gengt er að álft­in liggi á eggj­um sín­um í 34-35 daga. Bú­ast má við að ung­arn­ir í hólm­in­um komi úr eggj­un­um í byrj­un júní en alls eru fjög­ur egg í álfta­hreiðrinu.

Algengt er að álftin liggi á eggjum sínum í 34-35 …
Al­gengt er að álft­in liggi á eggj­um sín­um í 34-35 daga. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: