Annar staður verði fundinn fyrir hvalveiðiskipin

Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykkti í dag að beina því til stjórn­ar Faxa­flóa­hafn­ar, að finna ann­an stað fyr­ir veiðiskip Hvals hf. en í miðri gömlu höfn­inni.

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi VG, lagði fram til­lögu um að beina því til stjórn­ar Faxa­flóa­hafna að end­ur­skoða samn­ing hafn­ar­inn­ar við fyr­ir­tækið Hval hf. um hafn­araðstöðu fyr­ir hval­veiðiskip fé­lags­ins, segja hon­um upp eða sjá til þess að hval­veiðiskip­un­um verði fund­inn ann­ar staður en í miðri gömlu höfn­inni í Reykja­vík sem er miðstöð ferðamennsku og hvala­skoðunar.

Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, lagði fram breyt­ing­ar­til­lögu um að því verði beint til stjórn­ar Faxa­flóa­hafn­ar að fund­inn verði ann­ar staður fyr­ir skip­in. Sú breyt­ing­ar­til­laga var samþykkt með 16 at­kvæðum en fimm sátu hjá og til­lag­an svo breytt var síðan samþykkt með 16 at­kvæðum en fimm sátu hjá. 

 

mbl.is