Bílalestirnar streyma í Hörpu

Ein af fjölmörgum bílalestum sem koma í Hörpu í dag vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins fór um Lækjargötu nú fyrir nokkrum mínútum. Óljóst er hvaða þjóðhöfðingi var þar á ferð, en þeir fá allir lögreglufylgd, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi yfir svæðinu.

mbl.is