Hvalavinir munu standa fyrir samstöðufundi með hvölum í dag klukkan 16.
Um er að ræða samstöðufund í sameiginlegu átakti Náttúruverndarsamtaka Íslands, Samtaka grænkera á Íslandi, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Ungra umhverfissinna, Félag lækna gegn umhverfisvá og Landverndar.
Mótmælendur munu hittast á Skólavörðustíg og ganga saman að Arnarhóli.
„Þetta eru fjölskylduvæn og friðsamleg mótmæli og þekktir talsmenn fyrir vernd hvala munu halda stuttar ræður og leiða söng,“ segir í tilkynningu.
Krafist er að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur banni hvalveiðar fyrir fullt og allt.