Síldarvinnslan metin á 210 milljarða króna

Síldarvinnslan er verðmætasta sjávarútvegsfyrirtækið í kauphöllinni.
Síldarvinnslan er verðmætasta sjávarútvegsfyrirtækið í kauphöllinni. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Síld­ar­vinnsl­an hf. er langt­um verðmæt­asta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið í kaup­höll­inni og er metið á 210,4 millj­arða króna en gengi bréf­anna er nú 114 krón­ur á hlut. Frá ára­mót­um hef­ur gengi bréf­anna verið lægst 113,5 krón­ur en hæst 127 krón­ur, sem er jafn­framt hæsta gengi bréf­anna frá því að Síld­ar­vinnsl­an var skráð á markað.

At­hygli vek­ur að aðeins tæp tvö ár eru frá því að Síld­ar­vinnsl­an var skráð á markað og nam gengi bréf­anna 65,7 krón­ur á hlut við lok fyrsta viðskipta­dags 27. maí 2021. Bréf­in hafa því hækkað um rúm 73% frá þeim tíma, en hæk­unn­in er meiri ef mælt er frá útboðsgeng­inu sem var á bil­inu 55 til 58 krón­ur á hlut.

Sjö líf­eyr­is­sjóðir fara með um fimmt­ungs­hlut í fyr­ir­tæk­inu og hafa því þúsund­ir sjóðsfé­laga í gegn­um sjóði sína hagn­ast um fleiri millj­arða á kaupá hlut­um við skrán­ingu fé­lags­ins í kaup­höll­ina.

Tæp­lega 400 millj­arðar

Brim hf. er nú metið á 168,9 millj­arða króna en gengi bréf­anna er 86,4 krón­ur á hlut. Frá ára­mót­um var gengi bréf­anna lægst 78,5 krón­ur en hæst 95 krón­ur, en á und­an­förn­um 12 mánuðum hafa bréf­in hæst náð 101 krónu á hlut.

Ice­land Sea­food In­ternati­onal hf. er metið á 17,9 millj­arða króna sam­kvæmt gengi bréf­anna í kaup­höll­inni, en það er nú 6,6 krón­ur á hlut. Frá ára­mót­um hef­ur gengi bréf­anna hæst verið 7,35 krón­ur á hlut en lægst 5,85 krón­ur. Um er að ræða tölu­vert lægra gengi en árin 2021 og 2022 en fyr­ir rúmu ári síðan var gengi bréf­anna í kring­um 15 til 16 krón­ur á hlut.

Sama­lagt er verðmæti fé­lag­anna þriggja í dag 397 millj­arðar króna en var í janú­ar í fyrra 354 millj­arðar króna. Verðmæti fé­lag­anna hef­ur því hækkað um 43 millj­arða króna, eða 12%, á rúmu ári.

mbl.is