Sunak kominn til Reykjavíkur

Rishi Sunak á Edition-hótelinu.
Rishi Sunak á Edition-hótelinu. AFP/Alastair

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands er kominn til Reykjavíkur. Vél breska hersins lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan korter í þrjú. 

Sunak er kominn hingað til lands ásamt sendinefnd til að taka þátt í leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu.

Sunak er nú í viðtali frá Edition-hótelinu með Esjuna í bakgrunni.

mbl.is