„Við ættum að passa upp á hvalina“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hóp­ur fólks var í dag sam­an kom­inn á Arn­ar­hóli í þeim til­gangi að vekja at­hygli á og mót­mæla hval­veiðum. 

    Blaðamaður mbl.is náði tali af Jojo Mehta, einn af stofn­end­um sam­tak­anna Stop Ecosi­de. Hún kom hingað til lands til þess að taka þátt í viðburði á veg­um Há­skóla Íslands og Nor­ræna húss­ins, er snýst um lagaum­gjörðina í kring­um svo­kölluð vist­morð. 

    „Það vildi svo skemmti­lega til að þessi mót­mæli voru að eiga sér stað sam­tím­is. Það þykir mér full­kom­lega viðeig­andi, enda snýst starf mitt að öllu leyti um það að vernda nátt­úr­una og lyk­il­dýra­teg­und­ir.“

    Vilja að leiðtog­arn­ir ræði skemmd­ir gegn nátt­úr­unni

    Spurð hvert mark­miðið sé með mót­mæl­un­um seg­ir hún það vera að koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi hval­veiðar. Hún bend­ir á að hvaleiðar hafi nú þegar verið bannaðar víðast hvar í heim­in­um, en þær tíðkist enn á stöku stað. Hug­mynd­in sé að vekja at­hygli á því og stemma stigu við að slík­ar veiðar verði áfram látn­ar viðgang­ast.

    „Við vilj­um ekki ein­göngu að leiðtog­arn­ir ræði hval­veiðarn­ar, held­ur einnig þau skemmd­ar­verk sem við erum að vinna gegn nátt­úr­unni í víðara sam­hengi.“

    Jojo kveðst vilja að sett verði alþjóðarefsi­lög, sem geri vist­morð að alþjóðaglæp. Hún bend­ir á að umræða þess efn­is sé nú þegar haf­in á Íslandi, það hafi verið rætt á þing­inu og for­sæt­is­ráðherra hér á landi hafi nú þegar látið í ljós ósk sína um að slík laga­setn­ing verði rædd á alþjóðleg­um vett­vangi, til að mynda í Evr­ópuráðinu og á Evr­ópuþing­inu.

    Hval­irn­ir mik­il­væg­ir fyr­ir vist­kerfið

    Langvar­andi hefði og djúp meitl­un í þjóðarsál­ina og ís­lenska menn­ingu, tel­ur hún mögu­lega skýr­ingu þess að hval­veiðar viðgang­ist enn á Íslandi. Hún bend­ir þó á að heim­ur­inn sé að breyt­ast  og við verðum að átta okk­ur á því hve mik­il­væg þessi dýra­teg­und sé til þess að tryggja líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika og líf­væn­legt vist­kerfi fyr­ir okk­ur öll. 

    „Við ætt­um að passa upp á hval­ina, bæði því þeir eru greind­ar skepn­ur í út­rým­ing­ar­hættu, og vegna þess að þeir þjóna mik­il­vægu hlut­verki í vist­kerf­inu.“

    mbl.is