Fyrirkomulag strandveiða ógnar sjávarplássum fyrir Norður- og Austurlandi

Margir smábátar leggja upp frá Þórshöfn í sínum strandveiðum.
Margir smábátar leggja upp frá Þórshöfn í sínum strandveiðum. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Fimm útgerðarmenn fluttu lögheimili útgerða sinna frá Raufarhöfn fyrir skömmu en þeir stunda allir strandveiðar. Núverandi fyrirkomulag strandveiða gerir þeim ekki mögulegt að byggja afkomu sína á veiðum á svæði C á sínum heimaslóðum því þar er lítið annað að fá en verðlítinn smáfisk á þessum árstíma.

„Við erum þrír frá Raufarhöfn sem fluttum okkur til Grundarfjarðar en tveir fóru á Skagaströnd og Hornafjörð. Ég vildi gjarnan geta gert út frá Raufarhöfn og við allir auðvitað, en við gáfumst hreinlega upp, heima er ekkert að hafa,“ segir Einar E. Sigurðsson í Morgunblaðinu. Hann er einn þeirra sem flutti útgerð sína frá Raufarhöfn til Grundarfjarðar.

Strandveiðisvæðin
Strandveiðisvæðin Mynd/Skjáskot

Nýverið sendu Langanesbyggð, Norðurþing og Múlaþing frá sér áskorun um strandveiðar til Alþingis og matvælaráðherra þess efnis að jafna afkomumöguleika strandveiðisjómanna óháð búsetu.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: