Gola og smáskúrir á víð og dreif

Regnhlífin vildi ekki hlýða Guðna forseta á gangi milli hótelsins …
Regnhlífin vildi ekki hlýða Guðna forseta á gangi milli hótelsins og Hörpu í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag er spáð suðvestan golu eða kalda og smáskúrir verða á víð og dreif, en þurrt og nokkuð bjart á Norðaustur- og Austurlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í kvöld fari að rigna suðvestanlands og því eiga fundargestir leiðtogafundarins í Hörpu án efa eftir að nýta sér regnhlífar líkt og í gær. 

Á morgun er spáð sunnan og suðaustan 8-13 m/s með rigningu víða, þó síst norðaustan til.

Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast um landið norðaustanvert. 

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is