Hlýjasta fimm ára tímabilið hafið

Gata sem flætt hefur yfir í króatísku borginni Karlovac.
Gata sem flætt hefur yfir í króatísku borginni Karlovac. AFP

Það er næst­um ör­uggt að 2023 til 2027 verður hlýj­asta fimm ára tíma­bilið í heim­in­um frá upp­hafi mæl­inga.

Útblást­ur gróður­húsaloft­teg­unda og veður­fyr­ir­bærið El Nino munu færa hita­stigið í hæstu hæðir, að sögn Sam­einuðu þjóðanna.

Heit­ustu átta árin sem nokkru sinni hafa verið skráð voru öll frá 2015 til 2022. Árið 2016 var það hlýj­asta, en bú­ist er við því að hita­stigið eigi eft­ir að hækka enn meira.

„Það eru 98 pró­senta lík­ur á því að að minnsta kosti eitt af næstu fimm árum og fimm ára tíma­bilið í heild verði það hlýj­asta til þessa,” sagði Veður­fræðistofn­un Sam­einuðu þjóðanna, WMO.

Par­ís­ar­sam­komu­lagið frá ár­inu 2015 kveður á um að hlýn­un jarðar fari ekki tveim­ur stig­um yfir meðal­hita­stigið sem mæld­ist á ár­un­um 1850 til 1900 og helst ekki einu og hálfu stigi yfir. Hita­stigið á síðasta ári var 1,15 stig­um yfir meðal­hita­stig­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina