Sendinefndir ríkja Evrópuráðsins fengu ekki bara bleikju, lambakjöt og skyr í gær, en þær fengu líka að bragða á íslensku súkkulaði og aðgang að lagalista með íslenskri tónlist.
Jeanette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi, birti mynd af súkkulaðinu, sem er frá Omnom, en á því er QR-kóði sem leiðir inn á lagalista með íslenskri tónlist á Spotify.
Lagalistinn ber titilinn Iceland Music Indie og á honum er að finna lög með Gugusar, BSÍ, Cease Tone, Of Monsters and Men, Mugison og auðvitað Björk.
What a sweet welcome! Not only do #CouncilOfEuropeSummit delegations get a taste of @omnomchocolate, but also a link to playlists from @IcelandMusic 🎶 🍫 pic.twitter.com/RMBYXbNB5A
— Jeannette Menzies 🇨🇦 (@jmenzies01) May 16, 2023