Íslenskt súkkulaði og tónlist

Íslenskt súkkulaði og íslensk tónlist fyrir leiðtoga.
Íslenskt súkkulaði og íslensk tónlist fyrir leiðtoga. Samsett mynd

Sendinefndir ríkja Evrópuráðsins fengu ekki bara bleikju, lambakjöt og skyr í gær, en þær fengu líka að bragða á íslensku súkkulaði og aðgang að lagalista með íslenskri tónlist.

Jeanette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi, birti mynd af súkkulaðinu, sem er frá Omnom, en á því er QR-kóði sem leiðir inn á lagalista með íslenskri tónlist á Spotify.

Lagalistinn ber titilinn Iceland Music Indie og á honum er að finna lög með Gugusar, BSÍ, Cease Tone, Of Monsters and Men, Mugison og auðvitað Björk.

mbl.is