Emmanuel Macron, forseti Fraklands, er lagður af stað aftur heim til Frakklands eftir tæplega sólarhrings heimsókn á Íslandi. Tvær vélar franska hersins komu til landsins í gær og fóru aftur í morgun.
Macron var hér á landi til að taka þátt í leiðtogafundi Evrópuráðsins en líkt og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, lét hann einn dag duga.
Nóg er framundan hjá bæði Macron og Sunak, en leiðtogafundur G7-ríkjanna hefst í Japan á föstudag.
🛫 Un Dassault Falcon 7X 🇫🇷 République Française 🇫🇷 vient de décoller près de Garðabær, Islande.
— Flotte Présidentielle 📡✈️ (@FlottePresident) May 17, 2023
Vol #CTM0003, immatriculation #FRAFA.
Suivre le vol : https://t.co/c8cMKRCWHZ pic.twitter.com/HFfNEFZgg2