Vilja skýrar reglur eftir björgunarafrek

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur engan vafa um að björgunarvesti með sendingarbúnaði …
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur engan vafa um að björgunarvesti með sendingarbúnaði hafi gert það að verkaum að vel gekk að bjarga skipverja á Víkingi AK sem féll útbyrðis. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa tel­ur að nauðsyn­legt sé að í reglu­gerðum verði ákvæði um að þeir sem sinna störf­um á þilfari og á þeim stöðum í skipi þar sem hætta er á að menn geti fallið út­byrðis séu ávallt bún­ir upp­blás­an­legu björg­un­ar­vesti með neyðarsendi.

Nefnd­in bein­ir til­lögu þess efn­is til Sam­göngu­stofu og innviðaráðuneyt­is­ins í skýrslu sinni vegna at­viks þar sem sjó­maður á Vík­ingi AK-100 féll út­byrðis þegar skipið var á loðnu­veiðum í mars 2022.

Skip­verj­inn hafði flækst í fall­hlíf­inni sem dreg­ur út veiðarfæri skips­ins og féll því í sjó­inn þegar henni var sleppt. Ítar­legt viðtal tekið við skip­verj­an Al­bert Pál Al­berts­son um at­vikið í apríl á síðasta ári.

Þegar hann féll út­byrðis var Al­bert Páll klædd­ur upp­blás­an­legu björg­un­ar­vesti með neyðarsendi af sem sendi út merki í sjálf­virkt auðkenn­inga­kerfi skipa. Rann­sókn­ar­nefnd­in „tel­ur eng­an vafa leika á því að björg­un­ar­vestið, búið neyðarsendi, skipti sköp­um um það hversu vel tókst til við björg­un skip­verj­ans,“ að því er seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is