Strandveiðar ganga vel um þessar mundir og láta smábátasjómenn vel af sér. Veiðarnar hófust 2. maí. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að ljómandi vel hafi gefist fyrstu tvær vikurnar á meðan tíðin hafi verið góð en síðustu daga hafi dregið úr veiðinni.
Lífríkið virðist vera í blóma. „Það er fullur sjór af þorski,“ segir Örn eins og smábátasjómenn segja. Það sem meira er að hann er virkilega er vel haldinn. „Þorskurinn er vænni en á sama tíma í fyrra.“
Örn segir gott hljóð í mönnum og þeir séu sáttir við það verð sem fáist fyrir aflann á mörkuðum. Á meðfylgjandi mynd má sjá Grímseyjarbátinn Björn EA 220 sigla út Skjálfandaflóa í kvöldsólinni og stefna til heimahafnar.