Fullur sjór af þorski

Á meðfylgjandi mynd má sjá Grímseyjarbátinn Björn EA 220 sigla …
Á meðfylgjandi mynd má sjá Grímseyjarbátinn Björn EA 220 sigla út Skjálfandaflóa í kvöldsólinni og stefna til heimahafnar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Strand­veiðar ganga vel um þess­ar mund­ir og láta smá­báta­sjó­menn vel af sér. Veiðarn­ar hóf­ust 2. maí. Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, seg­ir að ljóm­andi vel hafi gef­ist fyrstu tvær vik­urn­ar á meðan tíðin hafi verið góð en síðustu daga hafi dregið úr veiðinni.

Líf­ríkið virðist vera í blóma. „Það er full­ur sjór af þorski,“ seg­ir Örn eins og smá­báta­sjó­menn segja. Það sem meira er að hann er virki­lega er vel hald­inn. „Þorsk­ur­inn er vænni en á sama tíma í fyrra.“

Örn seg­ir gott hljóð í mönn­um og þeir séu sátt­ir við það verð sem fá­ist fyr­ir afl­ann á mörkuðum. Á meðfylgj­andi mynd má sjá Gríms­eyj­ar­bát­inn Björn EA 220 sigla út Skjálf­anda­flóa í kvöld­sól­inni og stefna til heima­hafn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: