Montana fyrsta ríkið til að banna TikTok

TikT­ok er í eigu kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins ByteD­ance, en ásak­an­ir hafa …
TikT­ok er í eigu kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins ByteD­ance, en ásak­an­ir hafa verið uppi um að fyr­ir­tækið safni sam­an upp­lýs­ing­um um not­end­ur og komi þeim áfram til kín­verskra yf­ir­valda. AFP/Kirill Kudryavtsev

Mont­ana er fyrsta ríki Banda­ríkj­anna til þess að banna sam­fé­lags­miðil­inn TikT­ok. 

Greg Gi­an­forte rík­is­stjóri staðfesti ný lög þess efn­is í gær. Lög­gjöf­in er hugsuð sem prófraun á alls­herj­ar­banni við notk­un TikT­ok í Banda­ríkj­un­um.

„TikT­ok verður óvirkt inn­an lög­sögu Mont­ana,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu á op­in­berri vefsíðu rík­is­ins. 

Ólög­mætt verður að fara inn á miðil­inn, bjóða aðgang að hon­um og hala TikT­ok niður að viðlagðri sekt, allt að tíu þúsund banda­ríkja­dala, fyr­ir hvern dag sem brotið er á lög­un­um. Um er að ræða tæp­lega eina og hálfa millj­ón króna. 

Þá ber Apple og Google að fjar­lægja TikT­ok úr smá­for­rita­versl­un­um sín­um eða hljóta sekt­ir. 

Bannið tek­ur í gildi 2024

Lög­in taka í gildi á næsta ári, en verður af­numið fær­ist TikT­ok í hend­ur fyr­ir­tæk­is í ríki sem ekki er álitið and­stæðing­ur Banda­ríkj­anna. 

TikT­ok er í eigu kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins ByteD­ance, en ásak­an­ir hafa verið uppi um að fyr­ir­tækið safni sam­an upp­lýs­ing­um um not­end­ur og komi þeim áfram til kín­verskra yf­ir­valda.

Talsmaður ByteD­ance tjáði AFP-frétta­veit­unni að verið væri að skerða tján­ing­ar­frelsi Mont­ana-búa með bann­inu og að það verði dóm­stóla að skera end­an­lega úr lög­mæti nýju lag­anna. 

mbl.is