Neyðarúrræði að leita til fjölmiðla

Böðvar Ingvason er ekki sáttur með starfshætti Fiskistofu. Bátur hans, …
Böðvar Ingvason er ekki sáttur með starfshætti Fiskistofu. Bátur hans, Emilía AK, var veiðileyfissviptur í eina viku vegna vigtunarbrots. Samsett mynd

Böðvar Ingva­son, trillu­sjó­maður og eig­andi fiski­mót­töku á Akra­nesi, kveðst ekki sátt­ur með starfs­hætti Fiski­stofu, en hann ger­ir út Em­il­íu AK-57 sem svipt var veiðileyfi í eina viku vegna vigt­ar­brots og síðar í fjór­ar vik­ur vegna fyr­ir að hafa ekki staðið í skil­um á af­la­upp­lýs­ing­um.

„Það er neyðarúr­ræði að þurfa að koma skila­boðum til op­in­berra stofn­ana í gegn um fjöl­miðla. Faxa­flóa­hafn­ir svara ekki fyr­ir­spurn­um og verða ekki við því ef óskað er eft­ir fundi. Fiski­stofa skell­ir á viðmæl­end­ur, neit­ar að hitta aðila máls og hef­ur ekki sam­band þegar óskað er eft­ir því,“ skrif­ar Böðvar í aðsendri grein sem birt var í Morg­un­blaðinu á miðviku­dag.

Í grein­inni rek­ur Böðvar málið er snýr að vigt­ar­brot­inu en Fiski­stofa lýs­ir því í skýrslu sinni að við eft­ir­lit 22. sept­em­ber 2022 hafi komið í ljós að grjót­krabba­afli Emel­íu AK sem kom til hafn­ar 00:30 hafi ekki verið vigtaður fyrr en klukk­an tíu um morg­un­inn.

Böðvar seg­ir að lönd­un hafi lokið klukk­an þrjú að nóttu og lif­andi grjót­krabba komið fyr­ir í ker­um með sírennsli. „Em­il­ía AK hafði munn­legt leyfi frá Fiski­stofu til að vigta grjót­krabb­ann þegar hann væri send­ur til kaup­anda meðan verið var að gera til­raun­ir með hvort hægt væri að halda hon­um lif­andi í ker­um. Grjót­krabbi er aðeins sölu­vara ef hann er lif­andi,“ full­yrðir hann.

Jafn­framt seg­ir Böðvar að grjót­krabbi þoli ekk­ert hnjask og að hann hrein­lega drep­ist ef hann verður of stressaður. Þess vegna hafi ekki verið mögu­legt að geyma grjót­krabb­ann í bátn­um til morg­uns, eins og gert væri ef um fisk væri að ræða. „Skip­stjóri Em­il­íu taldi ekki for­svar­an­legt að kalla út vigt­ar­mann um nótt og valda Faxa­flóa­höfn­um um­tals­verðum kostnaði með fjög­urra tíma út­kalli vigt­ar­manns.“

Ákvörðun hafi aukið sak­næmi

Fiski­stofa seg­ir í ákvörðun sinni um veiðie­lyf­is­svipt­ingu í eina viku sagt ekk­ert liggja fyr­ir um ásetn­ing skip­stjórn­ar­manns um fram­hjálönd­un, en seg­ir van­rækt hafi verið skylda til að tryggja vigt­un afla inn­an tveggja klukku­stunda frá því að bát­ur­inn lagðist við bryggju.

Um hafi verið að ræða meðvitaða ákvörðun um að kalla ekki til vigt­ar­mann og seg­ir Fiski­stofa það hafa aukið sak­næmi brots­ins.

Full­yrðir Böðvar að um­rætt vigt­ar­brot sé ekki eins­dæmi þar sem „Faxa­flóa­hafn­ir hafa ekki mannað hafn­ar­vi­gt­ina þegar lönd­un er í gangi og tveggja tíma regl­an brot­in nán­ast dag­lega á strand­veiðitíma­bil­inu. Smá­báta­fé­lagið Sæljón á Akra­nesi hef­ur sent fundarálykt­an­ir á Faxa­flóa­hafn­ir þar sem óskað er eft­ir því að vigt­in sé mönnuð þegar landað er, ekki síst á strand­veiðitíma­bil­inu síðastliðin fimm ár. Því hef­ur aldrei verið svarað og ekki orðið við því.“

Spyr hvort meðal­hófs sé gætt

Brotið tel­ur Böðvar ekki þess eðlis að þð kalli á svipt­ingu þar sem gefa skuli skrif­lega áminn­ingu við fyrsta brot eins. „Það á að gefa skrif­lega áminn­ingu við fyrsta brot eins og seg­ir í bréfi Fiski­stofu sjálfr­ar í 15. gr. 3 mgr. laga um um­gengni um nytja­stofna sjáv­ar. Því finnst mér það und­ar­leg ákvörðun hjá Fiski­stofu að svipta minn bát, Em­il­íu, veiðileyfi í eina viku fyr­ir fyrsta brot.“

Viður­lög­in sem Fiski­stofa beit­ir tel­ur Böðvar einnig ekki sann­gjörn þar sem fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur út­gerðar Em­il­íu hafi að mesta lagi verið 7.000 kón­ur vegna vigt­ar­gjalds. „Brotið átti sér stað í sept­em­ber 2022 og veiðileyf­is­svipt­ing­in kem­ur í mars 2023 og er í gildi þegar grá­sleppu­vertíðin hefst. Grá­sleppu­veiðar eru einn helsti grund­völl­ur fyr­ir rekstri út­gerðar­inn­ar og veit­ir öðrum út­gerðum for­skot varðandi neta­lagn­ir.“

„Sú spurn­ing vakn­ar hvort Fiski­stofa hafi gætt meðal­hófs, hvort brotið hafi verið það al­var­legt að það verðskuldi at­vinnum­issi og tekjutap,“ skrif­ar Böðvar.

mbl.is